June 18, 2014 | Posted in:Fréttir

Joe GratzÞann 25. apríl sl. úrskuðaði héraðsdómur í New York, í Bandaríkjunum, að Microsoft skildi láta yfirvöldum í té upplýsingar af netfangsreikning í eigu fyrirtækisins hvers gögn eru hýst á Írlandi, vegna sakamálarannsóknar í Bandaríkjunum.

Þrátt fyrir að dómnum verði áfrýjað vekur hann upp áleitnar spurningar varðandi upplýsingaöryggi, friðhelgi og lögsögu í millilandamálum.

Dómurinn virðist grafa undan gagnaöryggi og ákveðnum tilgangi gagnahýsingar á erlendri grund sem ýtir undir mikilvægi þess að aðrar leiðir séu rannsakaðar til hins ýtrasta, eins og lagasetninguna um sýndarhlutafélög (e. virtual limited liability companies), þar sem dómurinn telur að þar sem Microsoft sé bandarískt fyrirtæki, með aðalaðsetur sitt skráð í Bandaríkjunum og eigi gögnin sem hýst eru á Írlandi, séu gögnin undir Bandarískri lögsögu.

Nú þegar hafa stór fyrirtæki í Bandaríkjunum tekið höndum saman til að verjast dómnum, til að vernda trúverðugleika sinn og traust og að standa vörð um öryggi og friðhelgi sinna viðskiptavina.

 

(Mynd: Joe Gratz – CC BY-NC 2.0 – https://www.flickr.com/photos/joegratz/)