July 11, 2014 | Posted in:Uncategorized

ExposeFactsExposeFacts.org hefur hafið auglýsingaherferð til að hvetja fólk til að ljóstra upp um hvers lags misgjörðir sem varða almenning, og byrjar herferðin í Washington. Í auglýsingunni er Daniel Ellsberg sem lak ógrynni af gögnum um Víetnamstríðið er kölluðist Pentagon skjölin. Þessi auglýsing er aðeins liður í herferð sem mun einnig ná til fólks á leið til vinnu á Wall Street og í Silicon Valley.

ExposeFacts var sett á laggirnar af  Institute for Public Accuracy í júní 2014 og nýtur stuðnings Freedom of the Press Foundation, sem Daniel Ellsberg var stofnmeðlimur í. ExposeFacts býður upp á kerfi er kallast SecureDrop sem gerir afhendingu gagna mögulega í gegnum sína vefsíðu.

Í auglýsingunni segir: ,,Ekki gera það sem ég gerði. Ekki bíða þar til nýtt stríð hefur byrjað, ekki bíða eftir að þúsundir fleiri hafa látið lífið, áður en þú segir sannleikann með skjölum sem afhjúpa lygar, glæpi eða innri spár um kostnað og hættur. Þú gætir bjargað lífum á við heilt stríð.” -Daniel Ellsberg

 

Mynd: ExposeFacts.org