September 26, 2014 | Posted in:Fréttir

971354_1412529939009846_3068428745529497796_nStjórnarformaður IMMI, Birgitta Jónsdóttir, var í Finnlandi á dögunum vegna ráðstefnunnar Opið Finnland 2014. Efst á baugi var umræða um gögn og notkun þeirra, en leitast var við að svara spurningum eins og hvers vegna mikilvægt sé að hafa og nota opin gögn og hvernig við getum notað opin gögn.

Ráðstefnan leiddi saman fyrirtækjarekendur, félagasamtök og stofnanir, sem og fólk úr röðum akademíska samfélagsins og stjórnkerfisins.

Setningarræðu Birgittu, Lýðræði 2.0, er hægt að sjá hér, en í henni undirstrikar Birgitta mikilvægi opinna gagna fyrir merkingarbært lýðræði.

Meðal annarra ræðumanna má nefna Beth Simone Noveck, sem áður gegndi embætti vara-tæknistjóra Bandaríkjanna. Hægt er að skoða setningarræðu hennar hér.

 

(Forsíðumynd: https://www.flickr.com/photos/infocux/ CC BY-NC 2.0)