October 13, 2014 | Posted in:Fréttir

IPUBirgitta Jónsdóttir er í Genf á 131stu ráðstefnu IPU (Alþjóðaþingmannasambandið). Þar mun hún taka þátt í pallborðsumræðum, en helst ber að nefna umræður fastanefndarinnar um frið og alþjóðlegt öryggy. Verður þar rætt um innleiðingu ályktunar IPU frá 2008 um hlutverk þinga til að finna jafnvægi á milli þjóðaröryggis, mannlegs öryggis, frelsi einstaklinga og afstýringu lýðræðisógna. Birgitta mun fjalla um friðhelgi á 21stu öldinni og framtíð lýðræðis.

Spurningar um friðhelgi munu einungis gerast algengari á þessum tímum afhjúpana á ríkisnjósnum og áframhaldandi krafa um meint öryggi á kostnað frelsis.