January 8, 2015 | Posted in:Fréttir

charlie-hebdoIMMI skorar á íslenska fjölmiðla, listamenn og aðra landsmenn að birta skopmyndir Charlie Hebdo til að sýna afstöðu okkar til tjáningarfrelsisins. Sýnum hryðjuverkamönnum og óvinum mannréttinda að morð, ofbeldi og hræðsluáróður duga ekki til að þagga niður í tjáningu.

Nú er rétta stundin til að fara í ígrundaða naflaskoðun á stöðu tjáningarfrelsisins. Hve miklum kælingaráhrifum hafa öfgasinnar valdið á tjáningu? Hvaða áhrif hafði til að mynda umræðan um birtingu skopmyndar Jótlandspóstsins af Múhameð Spámanni á sínum tíma?

Hvaða afstöðu ætlum við að taka?