January 14, 2015 | Posted in:Uncategorized

coverIMMI-útgáfan af breska tímaritinu New Internationalist er komin út! Í þessari útgáfu eru greinar eftir Jillian C. York frá EFF’s, Dunju Mijatović erindreka ÖSE í málefnum fjölmiðla, Thomas Hoeren lagaprófessor, Micah Sifry stofnenda Personal Democracy Forum, Eric King vara-framkvæmdastjóra Privacy International, Sunil Abraham hjá Center for Internet and Society og Nick Davies, einn virtasta blaðamann Bretlands. Forsíðumyndin er gerð af Molly Crabapple og leiðarinn er eftir Birgittu Jónsdóttur stjórnarformann IMMI.

Þetta tölublað New Internationalist nefnist Lýðræði á stafrænum tímum, og er ljósinu beint að nokkrum undirstöðum merkinarbærs lýðræðis: fjölmiðlafrelsi, friðhelgi, gagnsæi og Internetinu sem verkfæri til lýðræðislegrar þátttöku og umbóta.

Við erum mjög ánægð með útgáfuna og viljum koma á framfæri þökkum okkar til allra sem lögðu hönd á plóg – Molly, Dunja, Thomas, Eric, Jillian, Micah, Sunil, Nick – kærar þakkir!!

Ekki missa af þessari útgáfu!!

 

(forsíðumynd eftir hina frábæru Molly Crabapple)