January 19, 2015 | Posted in:Fréttir

IMMI vekur athygli á því að hádegisfundur fjölmiðlanefndar og Siðfræðistofnunar HÍ verður haldin í Háskóla Íslands klukkan 11:50 þriðjudaginn 20. janúar nk. undir yfirskriftinni: ,,Penninn eða sverðið – Er tjáningarfrelsið í hættu?”

Frummælendur eru Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki, Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar og Þórir Jónsson Hraundal sagnfræðingur.

Fundurinn verður haldin í stofu 101 í Odda.

Þá er einnig pressukvöld á vegum Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna haldið þriðjudagskvöldið 20. janúar nk. þar sem sviptingar á fjölmiðlamarkaði verða til umfjöllunar.

Frummælendur eru Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV, Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi DV og Pressunar, Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar og Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.

Pressukvöldið verður haldið á Kornhlöðuloftinu í Bankastræti (Lækjarbrekku) og hefst klukkan 20:00.