March 27, 2015 | Posted in:Fréttir

Ýmis mál hafa verið lögð fram á Alþingi í þessari viku er varða IMMI og það markmið að skapa hér á landi afgerandi lagalega sérstöðu í upplýsinga- og tjáningarfrelsi:

  • Frumvarp um vernd afhjúpenda
  • Frumvarp um afnám gagnageymdar
  • Frumvarp um breytingar á lögum um meðferð sakamála: skipun lögmanns vegna beitingar
    símahlustunar eða annarra sambærilegra úrræða
  • Frumvarp um breytingar á lögum um meðferð sakamála: skilyrði símahlustunar og sambærilegra úrræða
  • Þingsályktunartillaga um sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu

Önnur frumvörp og þingsályktunartillögur sem fram hafa komið á Alþingi á þessu tímabili, er varða IMMI:

Gagnageymd brýtur kerfisbundið gegn okkar stjórnarskrárvarða rétti til friðhelgi einkalífs (réttur sem einnig er varinn í Mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland er aðili að). Gagnageymd virðir hvorki meðalhófsreglu né er hún mjög skilvirkt úrræði, eins og rannsóknir sýna. Fjarskiptafyrirtæki, sem lögin taka til, þurfa vegna eðli sinna viðskipta að geyma ákveðin gögn til að tryggja neytendavernd og vegna bókhalds. IMMI heldur því fram að þau gögn sem geymd eru vegna bókhalds og reikninga séu næg vegna mögulegra lögreglurannsókna. Hinsvegar hvetur IMMI sérstaklega til þess að aðgangur sé ekki veittur lögreglu að persónugögnum (sem nær einnig til metadata) nema í rannsóknum á mjög alvarlegum glæpum sem við liggja a.m.k. 8 ára fangelsisrefsingar.

Símhleranir er annað mál er varðar rétt einstaklinga til friðhelgi, en sem rannsóknarverkfæri geta þær reynst hjálplegar þegar meiriháttar brot eru rannsökuð. Hinsvegar er ljóst að lögreglan fær heimild dómara í 99.3% tilvika sem hlýtur að telja afar sérstakt og einkennilegt, og er sér í lagi alvarlegt þegar ekki er neitt óháð ytra eftirlit sem fylgist með störfum lögreglu í því sjónarmiði að vernda friðhelgi borgaranna og rétt þeirra til réttlátrar dómsmeðferðar.

Afhjúpendavernd hefur verið eitt af mikilvægustu málunum sem IMMI hefur unnið að og er lykilatriði í því að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu í upplýsinga- og tjáningarfrelsi. Frumvarpið hefur verið í vinnslu í þónokkurn tíma en IMMI mun fylgjast grannt með umræðum um þetta mikilvæga mál á Alþingi. Þá mun frumvarpið verða þýtt á ensku og mun IMMI leita eftir athugasemdum og ráðum frá sínu ráðgjafaráði sem og öðrum sérfræðingum til að stuðla að sterkustu lagaleguvernd fyrir afhjúpendur.

Þingsályktunartillagan um jafnt aðgengi að Internetinu endurskilgreinir ,,netveitur” (e. data service providers) sem ,,burðaraðila” (e. common carriers) í anda hugmyndafræði Net Neutrality, þar sem Internetið er orðið partur af okkar borgaraleguréttindum og endurspeglar okkar samtíma. Að sama skapi kveður þingsályktunin um það að landsbyggðin öll njóti góðs aðgengis að Internetinu en slíkt er bæði félagslegt og lýðræðsilegt mál er varðar aðgengi að upplýsingum, aðgengi að félagslegriþátttöku og vettvangi samskipta. Einnig er þetta byggðamál er varðar jafnt aðgengi og rétt til vinnu, náms, félagslegraúrræða, heilbrigðisþjónustu ofl. sem kann að gæta mismunar á grundvelli búsetu.

Nýlega voru sett ný lög í Bandaríkjunum er tryggja eiga Net Neutrality. Vonir standa til þess að þetta framfaraskref vestanhafs muni hvetja aðrar þjóðir til að tryggja jafnt aðgengi að Internetinu og gæta þar hlutleysis. IMMI, ásamt fjölmörgum öðrum alþjóðlegum samtökum og stofnunum, berst fyrir jöfnu aðgengi að Internetinu á heimsvísu.

Frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum þess efnis að guðlast verði ekki lengur refsivert er bæði löngu tímabært og nýtur mikillar samstöðu. Það er mikilvægt að við verndum tjáningarfrelsi okkar í hvívetna, réttur sem er stjórnarskrárvarinn og bundinn í alþjóðlega mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að.

Frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum þess efnis að fangelsisrefsingar vegna tjáningar séu afnumdar er mikið framfaraspor og nauðsynlegt frjálsu lýðræðissamfélagi. Mun þetta einnig varða meiðyrðamál, en nýlegt dæmi um skaðsemi þessara laga kom upp þegar aðstoðarmaður ráðherra krafðist ýtrustu refsingar til handa rannsóknarblaðamönnum er fjölluðu um Lekamálið, á grundvelli meiðyrða. Þetta útspil kallaði fram hörð viðbrögð Blaðamanna án Landamæra sem og Alþjóðlegu Fjölmiðlastofnunarinnar, en meiðyrðalöggjöfin á Íslandi hefur ítrekað verið gagnrýnd – vegna mögulegra fangelsisrefsinga – af alþjóðlegumsamtökum- og stofnunum er gæta frelsi fjölmiðla. Frumvarpið er mikilvægur liður í því að koma á fót hér á landi lagaumhverfi er verndar tjáningar- og upplýsingafrelsi.

Þingsályktunin um vistkerfi fyrir hagnýtingu Internetsins og réttindavernd netnotenda er víðtæk og varðar ýmis mikilvæg mál. Markmið þessarar tillögu er að virkja nýtingarmátt Internetsins með tilliti til staðsetningar Íslands, ódýrrar og hreinnar orku, jákvæðra veðurskilyrða (þurrt loft) og vel menntaðs almennings. Tillagan lítur að styrkingu nýsköpunnar, efnahags Íslands, erlendra fjárfestinga, aukinnar atvinnu og styrkingar menntastofnanna. Þá kveður tillagan einnig á um réttindavernd notenda er varðar sérstaklega rétt til friðhelgi og upplýsingafrelsis. Vinnuhópur, á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunnarráðuneytisins, mun vinna að framkvæmd tillögunnar og mun IMMI taka þátt í þeirri vinnu.

Öll frumvörpin er hafa með eftirlit af hálfu lögreglu að gera, þar með taldar símhlerarnir, varða rétt einstaklinga til friðhelgi, gagnsæi í stjórnsýslu og réttarfarsvernd. Að koma á fót eftirlitsstofnun með störfum lögreglu, þar á meðal njósnunum lögreglu, er gríðarlega mikilvægt í því skyni að vernda rétt borgaranna til friðhelgi, að veita valdastofnunum aðhald og tryggja gagnsæi. Skipan lögmanns er ver rétt einstaklinga sem njósnað er um er annar mikilvægur öryggisventill sem tryggir betur réttinn til friðhelgi og til réttlátrar málsmeðferðar. Það er mikilvægt að öll verkfæri til rannsókna sem fela í sér inngrip inn í friðhelgi einstaklinga séu ekki misnotuð, og þegar þau eru misnotuð að þá sé óháð ytra eftirlit sem fylgist með málum og hægt er að leita til. Sem stendur þurfa einstaklingar að kæra lögreglu til lögreglu. Þá er einstaklingum ekki endilega gerð grein fyrir því að um þá var njósnað, jafnvel þegar rannsókn hefur ekki leitt til ákæru. Með óháðu ytra eftirlit yrðu þessum málum gert lýðræðislegra hærra undir höfði og væri það til þess fallið traust almennings á stofnunum myndi styrkjast.

IMMI mun fylgjast grannt með framgangi þessara mála á Alþingi og framkvæmd þeirra komi til lagasetningar. Þá lýsir IMMI sig fullkomlega reiðubúinn til þess að veita ráðgjöf eða umsagnir þegar eftir því er óskað í málum sem þessum og öðrum er varða IMMI.