IMMI vakti strax mikla athygli erlendis. Mikil þörf er á þeirri vernd sem IMMI stefnir að í lagasetningu og Ísland var snemma árs 2010 mjög í sviðsljósi erlendra fjölmiðla. Það að bjóða upp á eitthvað sem gæti gagnast öðrum með því að leggja grunn að því hérlendis var syndaflausn og uppgjör sem breytti ímynd lands og þjóðar og fyllti upp í tómið sem kom í kjölfar hrunsins. Við höfum tekið saman helstu fréttir og umfjallanir um IMMI, heimildarmyndir og fleira sem tengist verkefninu en samantektin er engan veginn tæmandi.

Upphafið