birgitta_jonsdottir_mixFormaður stjórnar

Birgitta Jónsdóttir hefur verið stjórnarformaður IMMI frá stofnun 2011 og einn helsti talsmaður stofnunarinnar. Birgitta er sem stendur þingskáld Pírata á Alþingi og aðgerðarsinni með meiru. Birgitta hefur sérhæft sig í lagasetningu fyrir 21 öldina og var um stund sjálfboðaliði hjá WikiLeaks.

Tölvupóstur: birgitta@immi.is

 

 

 

 

mordur ingolfssonGjaldkeri stjórnar

Mörður Ingólfsson er framkvæmdastjóri hýsingarfyrirtækisins 1984. Hann er búsettur í borginni New York, en vinnur á internetinu. Mörður er þúsund þjala smiður, las og nam bókmenntir samhliða því að keyra á hraðskreiðum mótorhjólum. Hann telst afslappaður nú til dags en getur átt það til að koma með tilvísanir úr Íslendingasögum. Honum er oftast fyrirgefið að hafa í frammi slíka hámenningartilburði.

Tölvupóstur: mordur@immi.is

 

 

 

 

 

Screen Shot 2014-04-22 at 12.08.39Stjórnarmaður

Smári McCarthy starfaði sem framkvæmdastjóri stofnunarinnar frá 2012 – 2013. Hann starfar hjá fyrirtækinu Thoughtworks í Bretlandi. Hann tók þátt í stofnun Félags um stafrænt frelsi 2008 en eyðir flestum stundum í að þróa Mailpile, dulkóðaðan tölvupóst fyrir alla. Smári hefur sérhæft sig í lagasetningu er lúta að mannréttindum í hinum stafræna heimi og verið ötull talsmaður IMMI víðsvegar um heim. Smári elskar kerfi og upplýsingar, hafandi alist upp á internetinu er honum mjög umhugað að vernda sitt annað heimili og gerir það með öllum ráðum sem honum eru tiltæk.

Tölvupóstur: smari@immi.is