Stuðningsyfirlýsingar heima og heiman

 

Index on Censorship

Samhæfing og nútímavæðing upplýsinga og málfrelsislöggjafar sem þessi ályktun felur í sér tekur á lykilatriðum varðandi tjáningarfrelsi á þeim stafrænu umbreytingatímum sem við lifum við og gæti reynst farvegur lagalegra umbóta sem eru öllum lýðræðisþjóðfélögum nauðsynleg á 21. öldinni.

Félag um stafrænt frelsi

Sú hugmynd, að ná fram frelsi í hinum stafræna heimi, verður eingöngu náð fram með sköpun sterks lagaumhverfis sem verndar þau gildi sem samfélagið okkar heldur í hávegum. Þáttaka FSFÍ í þessu verkefni er endurspeglun á þeirri vaxandi þörf.

Eva Joly, MEP

Ég er stolt af því að hafa verið til ráðgjafar þingsályktunartillögu (IMMI) sem hefur það að markmiði að tryggja alþjóðlega vernd fyrir rannsóknarblaðamennsku. Ályktunin inniber sterk skilaboð og hvatningu til eflingar heilinda og gagnsæis hjá ríkisvaldinu á Íslandi sem og víðsvegar um heim. Í starfi mínu við rannsóknir á spillingu hef ég orðið vitni af því hve mikilvægt það er að hafa öflugt regluverk til tryggja aðgengi almennings að upplýsingum. Ísland getur með nýstárlegri sýn á samhengi tilverunnar og vegna tilhneigingar til að fara sínar eigin leiðir orðið hinn fullkomni staður til að hrinda af stað verkefni af þessu tagi sem yrði til þess að efla gagnsæi og réttlæti á heimsvísu.

Julian Assange, WikiLeaks

Til að getað afhjúpa spillingu hafa starfsmenn og sjálfboðaliðar WikiLeaks þurft að dulkóða samskipti okkar, dreifa starfseminni um víða veröld og verja hærri fjárhæðum til málareksturs fyrir dómstólum en gagnaðilar okkar sem í einu tilfelli var stærsti svissneski einkabankinn.En það er ekki hægt að ætlast til að allir útgefendur og félagasamtök geti staðið undir slíku fjárhagslegu álagi. Jafnvel stórir fjölmiðlar á borð við BBC og mörg stærri dagblöð veigra sér reglulega við að birta fréttir af ótta við íþyngjandi kostnaði við málarekstur. Smærri baráttuaðilar gegn spillingu, allt frá Global Witness til TCI Journal eru hundeltir heimshorna á milli til að koma í veg fyrir þessir aðilar geti flutt fréttir eða komið upplýsingum til almennings. Það er kominn tími til að slíkum ofsóknum verði hætt. Það er kominn tími til að alþjóðasamfélagið spyrni við fótum og segi hingað og ekki lengra, sannleikurinn þarf að vega þyngra en fjárhagslegur styrkur, sagan verður að haldast varðveitt án tilrauna til að fjarlægja hana úr upplýsingasamfélaginu. Við sem stöndum að baki WikiLeaks erum stolt af því að hafa verið til ráðgjafar við gerð þingsályktunartillögunnar, sem hér var samþykkt. Íslendingar virðast hafa djúpstæðan skilning á mikilvægi gagnsæis og heiðarleika eftir hrunið, það þarf hugrekki til að standa með mannréttindum og sannleikanum, það er eitthvað sem Íslendingum virðist ekki skorta.

Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar

    Þetta er mikilvægt verkefni sem stuðlar að samfélagslegum og pólitískum breytingum. Við höfum glímt við mikla erfiðleika sem samfélag í kjölfar hrunsins, sú framtíðarsýn sem fyrir finnst í ályktuninni getur verið hvati fyrir alla flokka til að finna samvinnugrundvöll. Skjól fyrir upplýsinga- og tjáningarfrelsi er nauðsynleg forvörn gegn sívaxandi tilraunum til að hafa áhrif á fréttamat og getuna til að miðla upplýsingum til almennings.

Birgitta Jónsdóttir,  þingflokksformaður Pírata og stjórnarformaður IMMI

Hrunið varð til þess að þjóðin vaknaði og þurfti að horfast í augu við að ekki var allt sem sýndist í samfélaginu okkar. Krafan um grundvallarbreytingar er lúta að lýðræðisumbótum og löggjöf sem byggir á gagnsæi og pólitískri ábyrgð hefur verið áberandi.

Vegna þess hve heimurinn er orðinn samofinn á flestum sviðum, sér í lagi þegar kemur að frjálsu flæði fjármála og upplýsinga er ljóst að þær tálmanir á birtingu upplýsinga sem almenningur á rétt á að hafa aðgang að er ekki aðeins okkar vandamál, heldur hnattrænt vandamál. Styrkja þarf rétt almennings til að skilja og vera upplýstur hvað er að gerast í samfélögum þeirra. Með því að setja hér bestu mögulegu löggjöf sem völ er á til að tryggja öruggt starfsumhverfi fyrir þá hugrökku blaðamenn, rithöfunda og afhjúpendur sem margir hverjir hafa misst vinnu sína við að fjalla og upplýsa okkur um þá sem eitthvað hafa að fela og leggja allt í sölurnar til dylja, stöndum við vörð um réttlæti, heiðarleika og mannréttindi á viðsjárverðum tímum.