Stofnunin hefur sérhæft sig í  útfærslu laga er lúta að upplýsinga- og tjáningarfrelsi, friðhelgi einkalífs og persónuvernd í hinum stafrænu heimum. Eitt af hlutverkum stofnunarinnar er að fylgjast náið með þróun laga af þessu tagi, sem og tækni sem gæti haft áhrif á borgararéttindi á heimsvísu til að geta tryggt að okkar viðmið séu alltaf miðuð útfrá þeim sem ná best utan um mannréttindi og friðhelgi.

Screen Shot 2014-04-22 at 16.38.48Stjórnarmenn og starfsmenn IMMI hafa unnið með sérfræðingum, lögfræðingum, aðgerðasinnum og blaðamönnum, samtökum og öðrum stofnunum til að viðhalda og deila þekkingu, þá hefur verið leitað til okkar eftir áliti á lögum, stefnu og öryggi gagna í íslenskri lögsögu.

IMMI er þáttakandi í Digital Rights Watch verkefninu (DiRiWa), sem hefur það að markmiði að skrásetja og fylgjast með stöðu á stafrænum réttindum og upplýsinga réttinum séu virt víðs vegar um heim.

Stofnunin sérhæfir sig einna helst í stefnumótun og rannsóknum á eftirfarandi sviðum:

  • Samskiptavernd og vernd milliliða
  • Upplýsingafrelsi
  • Vernd gagnagrunna- og safna
  • Heimildarmannavernd
  • Afhjúpendavernd
  • Réttarfarsvernd
  • Vernd gegn meiðyrðamálaflakki
  • Fyrirbygging á lögbanni á útgáfu
  • Umbótum á meiðyrðamálalöggjöf
  • Mannréttindi í hinum stafrænu heimum
  • Friðhelgi